Gareth Southgate enn að plana það að mæta með enska liðið á Laugardalsvöllinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2020 11:30 Wayne Rooney reynir að stoppa Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum fræga í Nice á EM 2016 í Frakklandi. Ísland vann 2-1 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Evrim Aydin Mikil óvissa er í kringum alla fótboltalandsleiki í haust en það á enn eftir að spila umspilsleikina um sæti á EM og Þjóðadeildin á byrja í september. Gareth Southgate ræddi stöðuna við Guardian í tilefni af því að Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að funda um framhaldið hjá landsliðunum í næstu viku. Knattspyrnusamband Evrópu setti það í forgang að knattspyrnusamböndin myndu klára sínar deildir í sumar og í framhaldi af því yrðu Evrópukeppnir félagsliða kláraðar í ágúst. Landsliðsmálin hafa því setið aðeins á hakanum opinberlega þó UEFA-menn séu örugglega að fara vel yfir þau mál á bak við tjöldin. Gareth Southgate var í viðtalinu meðal annars spurður út í Þjóðadeildina þar sem Englendingar eru í riðli með Íslandi, Belgíu og Danmörku. Enska landsliðið átti eins og íslenska landsliðið að spila tvo leiki í september, tvo leiki í október og tvo leiki í nóvember. Gareth Southgate fears impact if England unable to return in September @DaveHytner https://t.co/LOvlF7XOt1— Guardian sport (@guardian_sport) June 10, 2020 „Ég er bjartsýnni núna en ég var líklega fyrir sex vikum síða af því að það lítur út eins og að baráttan við veiruna sé á leið í rétta átt,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. „Það var vissulega tímapunktur þar sem ég hélt að það yrðu engir landsleikir spilaði fyrir jól. Þýska bundesligan kom hlutunum á hreyfingu og þá lítur það betur út fyrir fótboltann að koma til baka í okkar landi,“ sagði Southgate. „Leikjadagatalið er samt mjög þétt og það myndi búa til mjög erfiða stöðu ef við mundum tapa einu landsleikjahléi og menn þyrftu að fara troða öllum þeim leikjum inn á milli hinna. Það væri samt mögulegt því HM 2022 fer ekki fram fyrr en um veturinn og það hefur gefið okkur smá andrými,“ sagði Southgate. „Á UEFA fundinum sem ég var á það miðaðist allt við það að landsleikahléin héldu sér í september, október og nóvember. Flækjustigið hefur auðvitað aukist af því að deildirnar þurfa að byrja aftur á þessum tíma. Það er enn margt óljóst og menn verða síðan að taka ferðalögin inn í dæmið,“ sagði Southgate. Uefa Nations League top-tier groups:Netherlands, Italy, Bosnia-Herzegovina and Poland.England, Belgium, Denmark and Iceland.Portugal, France, Sweden and Croatia.Switzerland, Spain, Ukraine and Germany.https://t.co/u7ULqLDgZS— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Við erum í riðli í Þjóðadeildinni með Íslandi og Ísland á eftir að spila umspilsleiki fyrir EM. Í mars á síðan undankeppni HM að hefjast. Það gæti því haft mikil áhrif ef við missum út einn gluggann,“ sagði Southgate. „Við plönum samt allt hjá okkur miðað við það að við séum að fara að spila í september en að sama skapi veit ég að það er langt frá því að vera öruggt að leikirnir fari fram þá,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. Fyrsti leikur Englendinga í Þjóðadeildinni átti að vera leikurinn á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í byrjun september. Iceland s 2-1 win in Nice in Euro 2016 to the sound of the thunderclap was one of the most humiliating results in England s history.The two will be reunited in the Nations League, along with Belgium and Denmark, reports @martynziegler https://t.co/quuXb4k18s— Times Sport (@TimesSport) March 4, 2020 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Mikil óvissa er í kringum alla fótboltalandsleiki í haust en það á enn eftir að spila umspilsleikina um sæti á EM og Þjóðadeildin á byrja í september. Gareth Southgate ræddi stöðuna við Guardian í tilefni af því að Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að funda um framhaldið hjá landsliðunum í næstu viku. Knattspyrnusamband Evrópu setti það í forgang að knattspyrnusamböndin myndu klára sínar deildir í sumar og í framhaldi af því yrðu Evrópukeppnir félagsliða kláraðar í ágúst. Landsliðsmálin hafa því setið aðeins á hakanum opinberlega þó UEFA-menn séu örugglega að fara vel yfir þau mál á bak við tjöldin. Gareth Southgate var í viðtalinu meðal annars spurður út í Þjóðadeildina þar sem Englendingar eru í riðli með Íslandi, Belgíu og Danmörku. Enska landsliðið átti eins og íslenska landsliðið að spila tvo leiki í september, tvo leiki í október og tvo leiki í nóvember. Gareth Southgate fears impact if England unable to return in September @DaveHytner https://t.co/LOvlF7XOt1— Guardian sport (@guardian_sport) June 10, 2020 „Ég er bjartsýnni núna en ég var líklega fyrir sex vikum síða af því að það lítur út eins og að baráttan við veiruna sé á leið í rétta átt,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. „Það var vissulega tímapunktur þar sem ég hélt að það yrðu engir landsleikir spilaði fyrir jól. Þýska bundesligan kom hlutunum á hreyfingu og þá lítur það betur út fyrir fótboltann að koma til baka í okkar landi,“ sagði Southgate. „Leikjadagatalið er samt mjög þétt og það myndi búa til mjög erfiða stöðu ef við mundum tapa einu landsleikjahléi og menn þyrftu að fara troða öllum þeim leikjum inn á milli hinna. Það væri samt mögulegt því HM 2022 fer ekki fram fyrr en um veturinn og það hefur gefið okkur smá andrými,“ sagði Southgate. „Á UEFA fundinum sem ég var á það miðaðist allt við það að landsleikahléin héldu sér í september, október og nóvember. Flækjustigið hefur auðvitað aukist af því að deildirnar þurfa að byrja aftur á þessum tíma. Það er enn margt óljóst og menn verða síðan að taka ferðalögin inn í dæmið,“ sagði Southgate. Uefa Nations League top-tier groups:Netherlands, Italy, Bosnia-Herzegovina and Poland.England, Belgium, Denmark and Iceland.Portugal, France, Sweden and Croatia.Switzerland, Spain, Ukraine and Germany.https://t.co/u7ULqLDgZS— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Við erum í riðli í Þjóðadeildinni með Íslandi og Ísland á eftir að spila umspilsleiki fyrir EM. Í mars á síðan undankeppni HM að hefjast. Það gæti því haft mikil áhrif ef við missum út einn gluggann,“ sagði Southgate. „Við plönum samt allt hjá okkur miðað við það að við séum að fara að spila í september en að sama skapi veit ég að það er langt frá því að vera öruggt að leikirnir fari fram þá,“ sagði Gareth Southgate við Guardian. Fyrsti leikur Englendinga í Þjóðadeildinni átti að vera leikurinn á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í byrjun september. Iceland s 2-1 win in Nice in Euro 2016 to the sound of the thunderclap was one of the most humiliating results in England s history.The two will be reunited in the Nations League, along with Belgium and Denmark, reports @martynziegler https://t.co/quuXb4k18s— Times Sport (@TimesSport) March 4, 2020
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð