Snýr aftur til L‘Oreal eftir deilur um rasisma Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 23:17 Munroe Bergdorf. Vísir/getty Fyrirsætan Munroe Bergdorf hefur gengið aftur til liðs við snyrtivörurisann L‘Oreal eftir að fyrirtækið sleit samstarfi við hana fyrir tæplega þremur árum síðan vegna ummæla hennar um rasisma. Sagði Bergdorf að allt hvítt fólk væru rasistar og að forréttindi þerira væru byggð á rasísku kerfi. Bergdorf hefur verið ötull talsmaður jafnréttis og réttinda transfólks og nýtt miðla sína til þess að vekja athygli á rasisma, en hún sjálf er transkona. Var hún jafnframt fyrsta transkonan til þess að verða andlit fyrirtækisins þegar hún var andlit L‘Oreal í Bretlandi. Þegar mótmælin vestanhafs hófust eftir dauða George Floyd svaraði Bergdorf tísti snyrtivörurisans þar sem hann lýsti yfir stuðningi við baráttu Black Lives Matter hreyfingarinnar. Benti hún á að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við hana og „hent henni til úlfanna“ eftir að hún talaði um rasisma og forréttindi hvítra. Excuse my language but I am SO angry. FUCK YOU @lorealparis. You dropped me from a campaign in 2017 and threw me to the wolves for speaking out about racism and white supremacy. With no duty of care, without a second thought. pic.twitter.com/nnBfiP5Oqg— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 1, 2020 Í tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag sagðist hún hafa fundað með nýjum forstjóra L‘Oreal sem hafði samband við hana eftir tístið. Hún hafi beðist afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins og óskað eftir áframhaldandi samstarfi. Þá lofaði fyrirtækið að gefa 25 þúsund pund til samtakanna Mermaids Gender sem aðstoða ungt hinsegin fólk í Bretlandi. „Sem aktivisti er hluti af starfi mínu að hvetja stór fyrirtæki til þess að átta sig á sinni ábyrgð varðandi fjölbreytileika og jafnrétti. Það er mikilvægt að á öllum sviðum samfélagsins sé fólk frá mismunandi menningarheimum með fjölbreytta reynslu við borðið,“ skrifaði Bergdorf í yfirlýsingu. I have spoken with @loreal, please swipe for full statement.Thank you everyone for having my back with this matter over the past three years, it hasn't been easy. Looking forward to new beginnings and a new positive relationship with the L'Oreal team.Munroe x pic.twitter.com/DxltLF8Z7j— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 9, 2020 Hún hefur því ákveðið að ganga til liðs við L‘Oreal á ný og mun sitja í ráðgjafahópi fyrirtækisins varðandi fjölbreytni. Þannig geti hún nýtt rödd sína til góðs og stuðlað að jákvæðum breytingum. Það sé betra en að halda í reiðina því þannig geti fyrirtækið einnig bætt sig. „Þó að það sem gerðist fyrir þremur árum síðan var mikið áfall fyrir mig persónulega og starfsframa minn, þá skiptir það mig máli að sitja við borðið til þess að vera rödd fyrir svart fólk, transfólk og hinsegin fólk í tískuiðnaðinum.“ Black Lives Matter Samfélagsmiðlar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fyrirsætan Munroe Bergdorf hefur gengið aftur til liðs við snyrtivörurisann L‘Oreal eftir að fyrirtækið sleit samstarfi við hana fyrir tæplega þremur árum síðan vegna ummæla hennar um rasisma. Sagði Bergdorf að allt hvítt fólk væru rasistar og að forréttindi þerira væru byggð á rasísku kerfi. Bergdorf hefur verið ötull talsmaður jafnréttis og réttinda transfólks og nýtt miðla sína til þess að vekja athygli á rasisma, en hún sjálf er transkona. Var hún jafnframt fyrsta transkonan til þess að verða andlit fyrirtækisins þegar hún var andlit L‘Oreal í Bretlandi. Þegar mótmælin vestanhafs hófust eftir dauða George Floyd svaraði Bergdorf tísti snyrtivörurisans þar sem hann lýsti yfir stuðningi við baráttu Black Lives Matter hreyfingarinnar. Benti hún á að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við hana og „hent henni til úlfanna“ eftir að hún talaði um rasisma og forréttindi hvítra. Excuse my language but I am SO angry. FUCK YOU @lorealparis. You dropped me from a campaign in 2017 and threw me to the wolves for speaking out about racism and white supremacy. With no duty of care, without a second thought. pic.twitter.com/nnBfiP5Oqg— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 1, 2020 Í tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag sagðist hún hafa fundað með nýjum forstjóra L‘Oreal sem hafði samband við hana eftir tístið. Hún hafi beðist afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins og óskað eftir áframhaldandi samstarfi. Þá lofaði fyrirtækið að gefa 25 þúsund pund til samtakanna Mermaids Gender sem aðstoða ungt hinsegin fólk í Bretlandi. „Sem aktivisti er hluti af starfi mínu að hvetja stór fyrirtæki til þess að átta sig á sinni ábyrgð varðandi fjölbreytileika og jafnrétti. Það er mikilvægt að á öllum sviðum samfélagsins sé fólk frá mismunandi menningarheimum með fjölbreytta reynslu við borðið,“ skrifaði Bergdorf í yfirlýsingu. I have spoken with @loreal, please swipe for full statement.Thank you everyone for having my back with this matter over the past three years, it hasn't been easy. Looking forward to new beginnings and a new positive relationship with the L'Oreal team.Munroe x pic.twitter.com/DxltLF8Z7j— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 9, 2020 Hún hefur því ákveðið að ganga til liðs við L‘Oreal á ný og mun sitja í ráðgjafahópi fyrirtækisins varðandi fjölbreytni. Þannig geti hún nýtt rödd sína til góðs og stuðlað að jákvæðum breytingum. Það sé betra en að halda í reiðina því þannig geti fyrirtækið einnig bætt sig. „Þó að það sem gerðist fyrir þremur árum síðan var mikið áfall fyrir mig persónulega og starfsframa minn, þá skiptir það mig máli að sitja við borðið til þess að vera rödd fyrir svart fólk, transfólk og hinsegin fólk í tískuiðnaðinum.“
Black Lives Matter Samfélagsmiðlar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira