Thiago Silva, fyrirliði PSG, er að yfirgefa frönsku meistaranna eftir átta ár hjá félaginu en franskir fjölmiðlar greina frá þessu í upphafi vikunnar.
Samningur Brassans við PSG rennur út í sumar en hann var að vonast eftir því að fá tveggja ára framlengingu á samningi sínum. Hann hefur nú fengið það staðfest hjá Leonardo, yfirmanni knattspyrnumála, að svo verður ekki.
Hann mun þó leika með PSG út Meistaradeildina en PSG er komið í átta liða úrslitin eftir sigur á Dortmund í 16-liða úrslitunum. Óvíst er hvenær Meistaradeildin klárast en Meistaradeildin er eini titilinn sem Silva vantar í safnið hjá PSG. Hann hefur unnið 21 bikara frá því hann kom árið 2012.
PSG captain Silva set to leave - L'Eqiupe https://t.co/6UsI3XN9qB pic.twitter.com/cp4v4Ll4Dn
— Reuters Sports (@ReutersSports) June 9, 2020
Nokkur félög hafa verið orðuð við Silva en hann er orðinn 35 ára gamall. Hann verður 36 ára í september en Gylfi Þór Sigurðsson og félag hans Everton hefur verið orðað við Silva sem er hvergi nærri hættur.
Hann hefur leikið 88 leiki með brasiliska landsliðinu og verið þar lykilmaður í áranna raðir en AC Milan er einnig sagt áhugasamt um Silva. Carlo Ancelotti, stjóri Everton, þjálfaði Silva hjá franska liðinu á árunum 2011 til 2013.
Everton 'on alert and planning a move for Thiago Silva' as it emerges the PSG captain is set to leave https://t.co/sW6OfRqr5I
— MailOnline Sport (@MailSport) June 9, 2020