Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2020 11:00 Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. Vísir/Vilhelm Fundarmenning, þrif, fækkun ferðalaga, rafrænir viðburðir og áhersla á andlega líðan starfsfólks er meðal þeirra atriða sem Valdís Arnórsdóttir hjá Marel nefnir í svörum sínum um það hvernig vinnustaðurinn er að breytast í kjölfar kórónufaraldurs. Þá segir Valdís umhverfi alþjóðlegra fyrirtækja vera að breytast umtalsvert. „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís og bætir við „Sem dæmi þá hafa verið haldnir stórir rafrænir viðburðir fyrir viðskiptavini okkar sem hefðu að óbreyttu farið fram á ákveðnum stað með tilheyrandi ferðalögum á fólki og búnaði. Þá hafa allir starfsmannafundir félagsins færst yfir á rafrænt form.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari annarri grein af þremur er rætt við Valdísi Arnórsdóttur sem er stjórnandi á mannauðssviði móðurfélags Marel og leiðir alþjóðlegt viðbragðsteymi Marel gegn COVID-19 í 30 löndum. Hjá þeim hefur alþjóðlega viðbragðsteymið tekið saman helstu þætti varðandi endurkomu starfsfólks á vinnustaðinn í áætlun sem ætlað er að tryggja áframhaldandi öryggi starfsmanna Marel og rekstraröryggi. Við byrjuðum á því að spyrja Valdísi með hvaða hætti endurkomuáætlunin er að breyta vinnustaðnum. „Endurkomuáætlunin tekur á margvíslegum þáttum svo sem stífari þrifa- og hreinlætisáætlun, breyttu skipulagi á vinnustað að teknu tilliti til fjölda á staðnum og fjarlægðar milli vinnustöðva. Starfsfólki verður áfram gefin kostur á auknum sveigjanleiki á vinnutíma og vinnustað og framleiðslustarfsfólk hefur forgang í aðgengi að starfsstöðvum Marel þar sem samkomutakmörkunum hefur ekki verið aflétt enda getur það starsfólk ekki sinnt vinnu sinni heiman frá. Samskipti fara nú að mestu leyti í gegnum Microsoft Teams og aðra rafræna miðla og það hefur kallað á endurskoðun á tíðni og eðli samskipta, vali á samskiptatækjum og samskiptaleiðum. Í kjölfarið tekur fundarmenning breytingum sem og öll þjálfun fer nú fram með rafrænum hætti. Þá hugum við að andlegri heilsu starfsmanna við endurkomu á vinnustaðinn en það getur reynst starfsmönnum jafnmikil breyting að koma til baka eins og það var að fara heim og þar gerum við ráðstafanir til að vinna í hvatningu, helgun, kvíða og jafnvel ótta. Síðast en ekki síst gerir áætlunin ráð fyrir því að seinni bylgja faraldursins muni koma og þá viðbrögðum við því,“ segir Valdís. Valdís segir kórónufaraldurinn hafa gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa nýjar aðstæður sem áður þóttu ekki hentugar.Vísir/Vilhelm Að hennar sögn mun faraldurinn breyta mörgu í hinu alþjóðlega umhverfi og nefnir þar sem dæmi stóra viðburði þar sem fólk ferðast á milli landa til að hittast. Hjá Marel er ætlunin að fækka ferðalögum frá því sem áður var. Ferðaleiðbeiningar hafa verið endurskoðaðar með það að markmiði tryggja öryggi starfsmanna á ferðlögum og einnig að fækka ferðalögum,“ segir Valdís. En kalla einhverjar breytingar á vinnustaðnum á endurskoðun eða breytingar á ráðningasamningum starfsfólks? „Nei ráðningarsamningar hafa ekki breyst en auðvitað hefur margt varðandi vinnufyrirkomulag breyst sem nú þarf að koma til móts við,“ segir Valdís og bætir við „Þetta á til dæmis um aukinn sveigjanleika á vinnutíma og aðstoð við að koma upp viðunandi vinnuaðstöðu heima fyrir.“ Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Fundarmenning, þrif, fækkun ferðalaga, rafrænir viðburðir og áhersla á andlega líðan starfsfólks er meðal þeirra atriða sem Valdís Arnórsdóttir hjá Marel nefnir í svörum sínum um það hvernig vinnustaðurinn er að breytast í kjölfar kórónufaraldurs. Þá segir Valdís umhverfi alþjóðlegra fyrirtækja vera að breytast umtalsvert. „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís og bætir við „Sem dæmi þá hafa verið haldnir stórir rafrænir viðburðir fyrir viðskiptavini okkar sem hefðu að óbreyttu farið fram á ákveðnum stað með tilheyrandi ferðalögum á fólki og búnaði. Þá hafa allir starfsmannafundir félagsins færst yfir á rafrænt form.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari annarri grein af þremur er rætt við Valdísi Arnórsdóttur sem er stjórnandi á mannauðssviði móðurfélags Marel og leiðir alþjóðlegt viðbragðsteymi Marel gegn COVID-19 í 30 löndum. Hjá þeim hefur alþjóðlega viðbragðsteymið tekið saman helstu þætti varðandi endurkomu starfsfólks á vinnustaðinn í áætlun sem ætlað er að tryggja áframhaldandi öryggi starfsmanna Marel og rekstraröryggi. Við byrjuðum á því að spyrja Valdísi með hvaða hætti endurkomuáætlunin er að breyta vinnustaðnum. „Endurkomuáætlunin tekur á margvíslegum þáttum svo sem stífari þrifa- og hreinlætisáætlun, breyttu skipulagi á vinnustað að teknu tilliti til fjölda á staðnum og fjarlægðar milli vinnustöðva. Starfsfólki verður áfram gefin kostur á auknum sveigjanleiki á vinnutíma og vinnustað og framleiðslustarfsfólk hefur forgang í aðgengi að starfsstöðvum Marel þar sem samkomutakmörkunum hefur ekki verið aflétt enda getur það starsfólk ekki sinnt vinnu sinni heiman frá. Samskipti fara nú að mestu leyti í gegnum Microsoft Teams og aðra rafræna miðla og það hefur kallað á endurskoðun á tíðni og eðli samskipta, vali á samskiptatækjum og samskiptaleiðum. Í kjölfarið tekur fundarmenning breytingum sem og öll þjálfun fer nú fram með rafrænum hætti. Þá hugum við að andlegri heilsu starfsmanna við endurkomu á vinnustaðinn en það getur reynst starfsmönnum jafnmikil breyting að koma til baka eins og það var að fara heim og þar gerum við ráðstafanir til að vinna í hvatningu, helgun, kvíða og jafnvel ótta. Síðast en ekki síst gerir áætlunin ráð fyrir því að seinni bylgja faraldursins muni koma og þá viðbrögðum við því,“ segir Valdís. Valdís segir kórónufaraldurinn hafa gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa nýjar aðstæður sem áður þóttu ekki hentugar.Vísir/Vilhelm Að hennar sögn mun faraldurinn breyta mörgu í hinu alþjóðlega umhverfi og nefnir þar sem dæmi stóra viðburði þar sem fólk ferðast á milli landa til að hittast. Hjá Marel er ætlunin að fækka ferðalögum frá því sem áður var. Ferðaleiðbeiningar hafa verið endurskoðaðar með það að markmiði tryggja öryggi starfsmanna á ferðlögum og einnig að fækka ferðalögum,“ segir Valdís. En kalla einhverjar breytingar á vinnustaðnum á endurskoðun eða breytingar á ráðningasamningum starfsfólks? „Nei ráðningarsamningar hafa ekki breyst en auðvitað hefur margt varðandi vinnufyrirkomulag breyst sem nú þarf að koma til móts við,“ segir Valdís og bætir við „Þetta á til dæmis um aukinn sveigjanleika á vinnutíma og aðstoð við að koma upp viðunandi vinnuaðstöðu heima fyrir.“
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira