Danske bank yfirgefur Eistland Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2020 13:34 Forsaga málsins er sú að grunur er um að gríðarmikið peningaþvætti hafi átt sér stað í eistnesku útibúi Danske Bank á árunum 2007 til 2015. Getty Danske Bank hefur náð samkomulagi um sölu á eftirstandandi eignum sínum í Eistlandi í kjölfar peningaþvættishneykslis fyrirtæksins. Danske Bank selur starfsemina til eistneska bankans LHV og er söluverðið um 39 milljarðar króna. Danske Bank seldi fyrir um ári hluta af eistneskri starfsemi sinni til LHV þar sem söluverðið nam um 62 milljörðum. Fáeinum mánuðum fyrir það, eða í febrúar 2019, úrskurðaði eistneska fjármálaeftirlitið að Danske Bank skyldi hætta starfsemi sinni í landinu. Forsaga málsins er sú að grunur er um að gríðarmikið peningaþvætti hafi átt sér stað í eistnesku útibúi Danske Bank á árunum 2007 til 2015. Leikur grunur á að um 220 milljarðar dollara hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallinn. Hafa færslur verið tengdar við glæpasamtök í Rússlandi, háttsetta einstaklinga í rússnesku leyniþjónustunni, auk viðskipta við leiðtoga í Norður-Kóreu. Rannsókn á málinu stendur nú yfir í fjölda ríkja, en tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallinn voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018. Peningaþvætti norrænna banka Eistland Danmörk Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danske Bank hefur náð samkomulagi um sölu á eftirstandandi eignum sínum í Eistlandi í kjölfar peningaþvættishneykslis fyrirtæksins. Danske Bank selur starfsemina til eistneska bankans LHV og er söluverðið um 39 milljarðar króna. Danske Bank seldi fyrir um ári hluta af eistneskri starfsemi sinni til LHV þar sem söluverðið nam um 62 milljörðum. Fáeinum mánuðum fyrir það, eða í febrúar 2019, úrskurðaði eistneska fjármálaeftirlitið að Danske Bank skyldi hætta starfsemi sinni í landinu. Forsaga málsins er sú að grunur er um að gríðarmikið peningaþvætti hafi átt sér stað í eistnesku útibúi Danske Bank á árunum 2007 til 2015. Leikur grunur á að um 220 milljarðar dollara hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallinn. Hafa færslur verið tengdar við glæpasamtök í Rússlandi, háttsetta einstaklinga í rússnesku leyniþjónustunni, auk viðskipta við leiðtoga í Norður-Kóreu. Rannsókn á málinu stendur nú yfir í fjölda ríkja, en tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallinn voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018.
Peningaþvætti norrænna banka Eistland Danmörk Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira