Starship nú í forgangi hjá SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 13:35 Starship er ætlað að flytja fólk til tungslins, mars og sömuleiðis til farþegaflutninga á jörðinni. SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. Því geimfari er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sendi nýverið tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins og þar sem hann sagði að Starship væri nú í forgangi, fyrir utan þá vinnu sem kemur að því að koma geimförunum tveimur aftur til jarðarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að verja tíma í Texas, þar sem verið er að byggja frumgerðir Starship, og jafnvel til að flytja þangað. Á laugardaginn var Crew Dragon geimfari sem ber nafnið Endaevour var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Flórída. Um borð voru geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken og eru þeir nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Auk þess að vera í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim var þetta í fyrsta sinn sem mönnum er skotið á loft frá Bandaríkjunum frá árinu 2011 þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. SpaceX hefur ekki gengið jafn vel með þróun Starship og hafa minnst fjórar frumgerðir sprungið í loft upp. Sú síðasta, sem sprakk þann 29. maí, var komin mun lengra í þróunarferlinu en fyrri frumgerðir. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Til marks um það er burðargeta Ariane 5 eldflauganna sem Airbus þróaði fyrir Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, rúm tuttugu tonn. Það á þó bara við þegar verið er að skjóta farmi á lága sporbraut. Til að koma farmi til tunglsins eða mars þarf mun meiri burðargetu. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. I stuttu máli sagt, þá vill Elon Musk, gera eldflaug að flugvél. Að það eina sem þurfi að gera á milli fluga sé að dæla eldsneyti á eldflaugarnar. Þessar „flugvélar“ eiga þó einnig að geta flutt fólk út í sólkerfið. Starfsmenn SpaceX munu væntanlega hafa mikið að gera næstu árin við þróun Starship og þá sérstaklega með tilliti til þess að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur valið Starship sem eitt af þremur lendingarförum sem verið er að skoða varðandi það að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Lagt er upp með að nota eitt af þremur förum til að ferja geimfara frá geimstöð sem byggja á á braut um tunglið, sem heita á Lunar Gateway, til yfirborðs tunglsins. Geimurinn Tækni SpaceX Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. Því geimfari er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sendi nýverið tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins og þar sem hann sagði að Starship væri nú í forgangi, fyrir utan þá vinnu sem kemur að því að koma geimförunum tveimur aftur til jarðarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að verja tíma í Texas, þar sem verið er að byggja frumgerðir Starship, og jafnvel til að flytja þangað. Á laugardaginn var Crew Dragon geimfari sem ber nafnið Endaevour var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Flórída. Um borð voru geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken og eru þeir nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Auk þess að vera í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim var þetta í fyrsta sinn sem mönnum er skotið á loft frá Bandaríkjunum frá árinu 2011 þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. SpaceX hefur ekki gengið jafn vel með þróun Starship og hafa minnst fjórar frumgerðir sprungið í loft upp. Sú síðasta, sem sprakk þann 29. maí, var komin mun lengra í þróunarferlinu en fyrri frumgerðir. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Til marks um það er burðargeta Ariane 5 eldflauganna sem Airbus þróaði fyrir Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, rúm tuttugu tonn. Það á þó bara við þegar verið er að skjóta farmi á lága sporbraut. Til að koma farmi til tunglsins eða mars þarf mun meiri burðargetu. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. I stuttu máli sagt, þá vill Elon Musk, gera eldflaug að flugvél. Að það eina sem þurfi að gera á milli fluga sé að dæla eldsneyti á eldflaugarnar. Þessar „flugvélar“ eiga þó einnig að geta flutt fólk út í sólkerfið. Starfsmenn SpaceX munu væntanlega hafa mikið að gera næstu árin við þróun Starship og þá sérstaklega með tilliti til þess að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur valið Starship sem eitt af þremur lendingarförum sem verið er að skoða varðandi það að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Lagt er upp með að nota eitt af þremur förum til að ferja geimfara frá geimstöð sem byggja á á braut um tunglið, sem heita á Lunar Gateway, til yfirborðs tunglsins.
Geimurinn Tækni SpaceX Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira