Mæta aftur til samningafundar eftir verkfallsboðun Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2020 10:17 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38