Conor segist hættur í enn eitt skiptið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 10:45 Conor McGregor er hættur að berjast, ef marka má hans orð. vísir/getty UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020 MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira