Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Bröndby verða án síns helsta framherja í dag þegar liðið mætir Horsens á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Svíinn Simon Hedlund hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur tíu fyrir Bröndby á leiktíðinni en hann verður ekki í leikmannahópi þeirra gulklæddu í dag því hann er að fara gifta sig.
Þetta var staðfest á heimasíðu Bröndby í gær en yfirmaður knattspyrnumála hjá Bröndby, Carsten V. Jensen, segir að Simon sé mikill fjölskyldumaður og því hefur félagið ekki ákveðið að standa í vegi hans. Því fær hann frí um helgina.
Simon segir sjálfur að planið hafi verið að halda stórt brúðkaup þegar leiktíðin væri ekki í gangi en vegna kórónuveirufaraldursins hafi allt farið úr skorðum. Hann fær því að halda smá teiti með sínum nánustu en þjálfarinn Niels Frederiksen segist í samtali við heimasíðu félagsins einnig styðja ákvörðunina.
Bröndby er í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 42 stig en liðið getur með hagstæðum úrslitum komist upp í 3. sætið í dag. Einnig getur liðið dottið niður í 6. sætið en umferðin í dag er sú síðasta í deildarkeppninni. Svo verður farið í úrslitakeppni sex efstu liðanna og átta neðstu liðin skiptast í tvo fallriðla. Bröndby er öruggt í úrslitakeppnina.
Hedlund og hans forlovede, Sandra, skal giftes. Vielsen var planlagt til at finde sted udenfor sæsonen, men med 3F Superligaen rykket og uvished om påbegyndelsen af næste sæson, har angriberen fået lov til at få fri, så de kan blive viet #Brøndby https://t.co/ojO0U6nJJX pic.twitter.com/iPrJAMdC40
— BrondbyIF (@BrondbyIF) June 6, 2020