Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 23:30 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira