Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 21:32 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26