Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 19:30 Þórunn Reynisdóttir segir gjaldið sem stjórnvöld hyggist innheimta fyrir covid19 sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. júli vera allt of hátt. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43