Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2020 14:11 Inga Gehrike (til vinstri) hvarf sporlaust úr grillveislu fjölskyldu sinnar árið 2015. Madeleine McCann er á myndinni til hægri. Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. Kannar lögregla nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni einnig að hafa borið ábyrgð á hvarfi Ingu litlu. Sky News segir frá því að talið hafi verið að Inga, sem hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt, hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Hefur hún verið kölluð „þýska Maddie“ í þýskum fjölmiðlum. Afplánar sjö ára dóm fyrir nauðgun Hinn grunaði, sem gengur undir nafninu Christian B. í þýskum fjölmiðlum, er 43 ára Þjóðverji og afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Maðurinn er nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Rannsókn Sky News á síðasta ári leiddi í ljós að grunur hafi beinst að Christian B. í rannsókninni á hvarfi Ingu. Hafi lögregla gert húsleit á heimili hans um ári eftir að Inga hvarf, en sú leit hafi ekki leitt til annarra aðgerða. Ferðaðist um í húsbíl Christian B. er sagður hafa átt fasteign í Neuwegersleben, um 100 kílómetrum suðvestur af bænum Stendal, þaðan se Inga hvarf. Vitað er að maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið á Algarve-ströndinni í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf í maí 2007. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine. Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. Kannar lögregla nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni einnig að hafa borið ábyrgð á hvarfi Ingu litlu. Sky News segir frá því að talið hafi verið að Inga, sem hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt, hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Hefur hún verið kölluð „þýska Maddie“ í þýskum fjölmiðlum. Afplánar sjö ára dóm fyrir nauðgun Hinn grunaði, sem gengur undir nafninu Christian B. í þýskum fjölmiðlum, er 43 ára Þjóðverji og afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Maðurinn er nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Rannsókn Sky News á síðasta ári leiddi í ljós að grunur hafi beinst að Christian B. í rannsókninni á hvarfi Ingu. Hafi lögregla gert húsleit á heimili hans um ári eftir að Inga hvarf, en sú leit hafi ekki leitt til annarra aðgerða. Ferðaðist um í húsbíl Christian B. er sagður hafa átt fasteign í Neuwegersleben, um 100 kílómetrum suðvestur af bænum Stendal, þaðan se Inga hvarf. Vitað er að maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið á Algarve-ströndinni í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf í maí 2007. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine.
Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13