Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 12:04 Útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri eru ósáttir við Tripical. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18