7 dagar í Pepsi Max: Silfur-Blikar hafa beðið í áratug eftir gullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 10:00 Bikar fagna marki á móti Val í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti Breiðablik Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Breiðablik Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira