Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 09:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58