Ritsóðinn Helgi Seljan Páll Steingrímsson skrifar 4. júní 2020 14:30 Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Páll Steingrímsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun