George Floyd hafði greinst með Covid-19 Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2020 07:47 George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn. Getty Bandaríkjamaðurinn George Floyd, sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans við handtöku í Minneapolis í síðasta mánuði, var með sjúkdóminn covid-19. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Í hinni tuttugu síðna skýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. Í skýrslunni segir að Floyd hafi greinst með Covid-19 þann 3. apríl og að „líklegast“ sé að hann hafi verið einkennalaus. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minnesota í Bandaríkjunum hafa nú hert ákæruna á hendur lögreglumanninum fyrrverandi, Derek Chauvin, sem kraup á hálsi Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna andlátsins, en hann hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. Sömuleiðis var greint frá því í gær að þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir handtökuna, hafi verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað eða stuðlað að morðinu á Floyd. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn George Floyd, sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans við handtöku í Minneapolis í síðasta mánuði, var með sjúkdóminn covid-19. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Í hinni tuttugu síðna skýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. Í skýrslunni segir að Floyd hafi greinst með Covid-19 þann 3. apríl og að „líklegast“ sé að hann hafi verið einkennalaus. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minnesota í Bandaríkjunum hafa nú hert ákæruna á hendur lögreglumanninum fyrrverandi, Derek Chauvin, sem kraup á hálsi Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna andlátsins, en hann hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. Sömuleiðis var greint frá því í gær að þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir handtökuna, hafi verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað eða stuðlað að morðinu á Floyd.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38