Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 20:05 William Barr, í hvítri skyrtu fyrir miðju, ræðir við lögreglumenn við Lafayette-torg í gær. AP/Alex Brandon William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að stækka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington, skömmu áður en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina í gær. Washington Post greinir frá og hefur eftir embættismönnum innan dómsmálaráðuneytisins. Í frétt blaðsins segir að ákvörðun um að útvíkka svæðið hafi verið tekin síðla sunnudags eða snemma í gær, og átti að koma til framkvæmda í gær. Skömmu áður en Trump ávarpaði þjóðinna vegna mikilla óeirða og mótmæla víða um Bandaríkin kíkti Barr á torgið, til að athuga hvort búið væri að fylgja skipuninni um að útvíkka svæðið. Þegar hann kom þangað hafði lögregla ekki ýtt mótmælendum, sem voru að mótmæla friðsamlega, lengra burt frá torginu. Ítrekaði Barr við lögreglumenn að ýta þyrfti mótmælendunum lengra í burtu. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna, sem stendir við torgið. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Í frétt Washington Post er haft eftir embættismanni innan dómsmálaráðuneytisins ákvörðunin um að rýma torgið hafi verið tekin óháð því hvaða áætlanir Trump hafi haft uppi. Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við umrædda kirkju. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að stækka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington, skömmu áður en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina í gær. Washington Post greinir frá og hefur eftir embættismönnum innan dómsmálaráðuneytisins. Í frétt blaðsins segir að ákvörðun um að útvíkka svæðið hafi verið tekin síðla sunnudags eða snemma í gær, og átti að koma til framkvæmda í gær. Skömmu áður en Trump ávarpaði þjóðinna vegna mikilla óeirða og mótmæla víða um Bandaríkin kíkti Barr á torgið, til að athuga hvort búið væri að fylgja skipuninni um að útvíkka svæðið. Þegar hann kom þangað hafði lögregla ekki ýtt mótmælendum, sem voru að mótmæla friðsamlega, lengra burt frá torginu. Ítrekaði Barr við lögreglumenn að ýta þyrfti mótmælendunum lengra í burtu. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna, sem stendir við torgið. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Í frétt Washington Post er haft eftir embættismanni innan dómsmálaráðuneytisins ákvörðunin um að rýma torgið hafi verið tekin óháð því hvaða áætlanir Trump hafi haft uppi. Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við umrædda kirkju. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00