Barátta foreldra grunnskólabarna Þuríður Sóley Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 11:00 Á barnið þitt í erfiðleikum í skólanum? Er því strítt? Á það ekki vini? Er það kannski með ADHD og bíður árum saman eftir greiningu? Sitjið þið klukkutímum saman yfir heimalærdómi sem skólinn segir að sé auðveldur og haldið sé í lágmarki þar til barnið grætur af vanmætti og þolinmæðin þín þarf að ná hæðum sem þú vissir ekki að væri til? Veldur skólinn togstreitu milli þín og barnsins eða jafnvel ykkar foreldranna? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er já þá ertu þú ekki ein/n. Fjöldi foreldra glímir við sömu vandamálin og stendur frammi fyrir sama kerfisveggnum. Hvernig kemur það til að það fellur alltaf í hlut foreldranna að vakta námsörðugleika barnsins og berjast síðan við skólann um að það fái aðstoð? Það hafa ekki allir foreldrar þekkingu eða tíma til að standa í slíku og þetta kerfi mismunar börnum á óafturkræfan hátt. Á meðan furðar sumt fullorðið fólk sig á því hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna eykst þegar kröfurnar og truflanirnar sem þau búa við í nútímasamfélagi eru gífurlegar. Sem dæmi um þetta óréttlæti í kerfinu má nefna að börn með ADHD dragast aftur úr í þroska og námi ef miðað er við jafnaldra þeirra. Þau upplifa sig heimsk og að þau geti ekki lært. Á endanum gefast þau upp. Á meðan þessu stendur líður foreldrunum eins og þau séu ítrekað að berjast á móti straumnum og horfa öfundaraugum til foreldra sem segja námið ekki þungt og heimavinnuna ekki mikla. Barn með ADHD getur þurft margar klukkustundir til að vinna verkefni á meðan hin í bekknum klára það á hálftíma. Stefnan í grunnskólum í dag er sú að börnin vinni vinnu sína í skólanum og ef þeim tekst ekki að klára þá breytist skólaverkefnið í heimaverkefni. ADHD barnið er því nánast alltaf með heimavinnu því það er borin von fyrir það að klára vinnuna í skólanum. Þetta tekur af því frítíma og gæðastundir með foreldrum verða færri með hverju ári þegar grunnskólinn þyngist. Úrræðið sem stendur foreldrum til boða er að fara í gegnum greiningarferli síns sveitafélags í gegnum skólann sem tekur mislangan tíma eftir stöðu og búsetu barnsins. Efnameiri foreldrar geta farið einkaleiðina og borgað tugi þúsunda fyrir og slíkt eykur ójöfnuðinn sem kerfið stuðlar að, en algengt er að barnið bíði í tvö ár eftir því að greiningarferlið hefjist. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það er margt sem breytist á þeim tíma en í sumum tilfellum bíða þau þess aldrei bætur. Þau geta verið komin það langt aftur úr að þau ná ekki að vinna upp og ná jafnöldrum sínum í námi. Sjálfsmyndin getur verið orðin það brotin eða löskuð að trúin kemur jafnvel aldrei aftur eða í sumum tilvikum ekki fyrr en löngu seinna á fullorðinsárum þegar einstaklingurinn snýr aftur í skóla og uppgötvar hæfileika og gáfur sem hann óraði ekki fyrir á æskuárunum. Í þessum hóp af krökkum leynast börn með ADHD sem skólinn horfir framhjá, þau sitja í tímum og trufla engan nema sig sjálf. Í alltof stórum bekkjum þar sem kennarinn þarf að sinna 20-30 börnum geta þau orðið ósýnileg og komast upp með að sitja afskiptalaus og teikna eða dagdreyma svo lengi sem þau krefjast ekki athygli eða trufla hina. Það getur leitt af sér að það dregst um mörg ár að taka eftir og vekja athygli foreldra á vandamálinu; eða það uppgötvast ekki fyrr en á fullorðinsárum; eða foreldrar þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og sannfæra skólann um að barnið þarf hjálp. Þessu er öfugt farið þegar barnið er með hegðunarvaldamál, truflar bæði sig og hina krakkana og einokar athygli kennarans. Í þeim tilvikum hefur skólinn samband við foreldra og nánast grátbiður þá um að koma barninu í ferli og að koma því á lyf — allt til að drepa niður alla hreyfiþörf og „óþekkt“ sem barnið býr yfir eins og stundum er haldið fram en „erfiða“ barnið getur loksins einbeitt sér, eignast vini og líður oft miklu betur. Þessi börn eru síðan sett í forgang á meðan „þægu“ og „prúðu“ ADHD börnin rækta vandamálin afskiptalaust í langan tíma og fellur það síðan í hlut foreldranna að taka tryggja þeirra máli farveg í kerfinu, svo þau verði ekki líka ósýnileg þar. Að foreldrar þurfi að berjast við skólann og kerfið til að tryggja börnunum hjálp er tugga, eins gömul og skólakerfið okkar í þeirri mynd sem það er í núna. Bekkirnir eru alltof stórir, kerfið er ógegnsætt og biðtími langur. Hver man ekki eftir þessum tíu árum þar sem sköpunarkrafturinn var hægt og rólega murkaður úr okkur á meðan okkur var kennt að sitja kyrr? Þar sem öllum var troðið undir sama hatt, óháð getu, hæfileikum, þroskastigi, heimilisaðstæðum og öllum þeim breytum sem fylgja því að vera manneskja. Staðan er einföld. Það þarf aukið fjármagn til að tryggja kennurum og skólum úrræðin sem þarf til að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn námsörðugleikum barna svo þau vandamál fái ekki að grassera og stækka. Bekkirnir þurfa að vera minni og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að fræðslu um kerfið svo hvert heimili þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið varðandi hvernig hjálpa skuli hverju barni fyrir sig. En þótt lausnin sé einföld fellur það í hlut stjórnvalda og bæjarstjórna að gera eitthvað til að leysa vandamálið sem starir á þau ár hvert og þau kjósa að hundsa. Börnin okkar eiga betra skilið og það er í þágu samfélagsins að veita þeim það. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Á barnið þitt í erfiðleikum í skólanum? Er því strítt? Á það ekki vini? Er það kannski með ADHD og bíður árum saman eftir greiningu? Sitjið þið klukkutímum saman yfir heimalærdómi sem skólinn segir að sé auðveldur og haldið sé í lágmarki þar til barnið grætur af vanmætti og þolinmæðin þín þarf að ná hæðum sem þú vissir ekki að væri til? Veldur skólinn togstreitu milli þín og barnsins eða jafnvel ykkar foreldranna? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er já þá ertu þú ekki ein/n. Fjöldi foreldra glímir við sömu vandamálin og stendur frammi fyrir sama kerfisveggnum. Hvernig kemur það til að það fellur alltaf í hlut foreldranna að vakta námsörðugleika barnsins og berjast síðan við skólann um að það fái aðstoð? Það hafa ekki allir foreldrar þekkingu eða tíma til að standa í slíku og þetta kerfi mismunar börnum á óafturkræfan hátt. Á meðan furðar sumt fullorðið fólk sig á því hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna eykst þegar kröfurnar og truflanirnar sem þau búa við í nútímasamfélagi eru gífurlegar. Sem dæmi um þetta óréttlæti í kerfinu má nefna að börn með ADHD dragast aftur úr í þroska og námi ef miðað er við jafnaldra þeirra. Þau upplifa sig heimsk og að þau geti ekki lært. Á endanum gefast þau upp. Á meðan þessu stendur líður foreldrunum eins og þau séu ítrekað að berjast á móti straumnum og horfa öfundaraugum til foreldra sem segja námið ekki þungt og heimavinnuna ekki mikla. Barn með ADHD getur þurft margar klukkustundir til að vinna verkefni á meðan hin í bekknum klára það á hálftíma. Stefnan í grunnskólum í dag er sú að börnin vinni vinnu sína í skólanum og ef þeim tekst ekki að klára þá breytist skólaverkefnið í heimaverkefni. ADHD barnið er því nánast alltaf með heimavinnu því það er borin von fyrir það að klára vinnuna í skólanum. Þetta tekur af því frítíma og gæðastundir með foreldrum verða færri með hverju ári þegar grunnskólinn þyngist. Úrræðið sem stendur foreldrum til boða er að fara í gegnum greiningarferli síns sveitafélags í gegnum skólann sem tekur mislangan tíma eftir stöðu og búsetu barnsins. Efnameiri foreldrar geta farið einkaleiðina og borgað tugi þúsunda fyrir og slíkt eykur ójöfnuðinn sem kerfið stuðlar að, en algengt er að barnið bíði í tvö ár eftir því að greiningarferlið hefjist. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það er margt sem breytist á þeim tíma en í sumum tilfellum bíða þau þess aldrei bætur. Þau geta verið komin það langt aftur úr að þau ná ekki að vinna upp og ná jafnöldrum sínum í námi. Sjálfsmyndin getur verið orðin það brotin eða löskuð að trúin kemur jafnvel aldrei aftur eða í sumum tilvikum ekki fyrr en löngu seinna á fullorðinsárum þegar einstaklingurinn snýr aftur í skóla og uppgötvar hæfileika og gáfur sem hann óraði ekki fyrir á æskuárunum. Í þessum hóp af krökkum leynast börn með ADHD sem skólinn horfir framhjá, þau sitja í tímum og trufla engan nema sig sjálf. Í alltof stórum bekkjum þar sem kennarinn þarf að sinna 20-30 börnum geta þau orðið ósýnileg og komast upp með að sitja afskiptalaus og teikna eða dagdreyma svo lengi sem þau krefjast ekki athygli eða trufla hina. Það getur leitt af sér að það dregst um mörg ár að taka eftir og vekja athygli foreldra á vandamálinu; eða það uppgötvast ekki fyrr en á fullorðinsárum; eða foreldrar þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og sannfæra skólann um að barnið þarf hjálp. Þessu er öfugt farið þegar barnið er með hegðunarvaldamál, truflar bæði sig og hina krakkana og einokar athygli kennarans. Í þeim tilvikum hefur skólinn samband við foreldra og nánast grátbiður þá um að koma barninu í ferli og að koma því á lyf — allt til að drepa niður alla hreyfiþörf og „óþekkt“ sem barnið býr yfir eins og stundum er haldið fram en „erfiða“ barnið getur loksins einbeitt sér, eignast vini og líður oft miklu betur. Þessi börn eru síðan sett í forgang á meðan „þægu“ og „prúðu“ ADHD börnin rækta vandamálin afskiptalaust í langan tíma og fellur það síðan í hlut foreldranna að taka tryggja þeirra máli farveg í kerfinu, svo þau verði ekki líka ósýnileg þar. Að foreldrar þurfi að berjast við skólann og kerfið til að tryggja börnunum hjálp er tugga, eins gömul og skólakerfið okkar í þeirri mynd sem það er í núna. Bekkirnir eru alltof stórir, kerfið er ógegnsætt og biðtími langur. Hver man ekki eftir þessum tíu árum þar sem sköpunarkrafturinn var hægt og rólega murkaður úr okkur á meðan okkur var kennt að sitja kyrr? Þar sem öllum var troðið undir sama hatt, óháð getu, hæfileikum, þroskastigi, heimilisaðstæðum og öllum þeim breytum sem fylgja því að vera manneskja. Staðan er einföld. Það þarf aukið fjármagn til að tryggja kennurum og skólum úrræðin sem þarf til að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn námsörðugleikum barna svo þau vandamál fái ekki að grassera og stækka. Bekkirnir þurfa að vera minni og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að fræðslu um kerfið svo hvert heimili þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið varðandi hvernig hjálpa skuli hverju barni fyrir sig. En þótt lausnin sé einföld fellur það í hlut stjórnvalda og bæjarstjórna að gera eitthvað til að leysa vandamálið sem starir á þau ár hvert og þau kjósa að hundsa. Börnin okkar eiga betra skilið og það er í þágu samfélagsins að veita þeim það. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun