Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2020 06:46 Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum eru ósammála hugmyndum forsetans um að herinn eigi að hafa aðkomu að viðbrögðum við mótmælunum. Chip Somodevilla/Getty Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00
Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18