„Bróðir minn vildi frið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 20:04 Terrence Floyd segir ofbeldi skyggja á tilgang mótmælanna. Hann skilji að fólk sé reitt en ofbeldi og eyðilegging sé ekki svarið. Skjáskot Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“ Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49