Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2020 14:23 Tveir lögregluþjónar hafa verið reknir og þrír færðir úr starfi vegna handtöku í Atlanta á laugardagskvöld. Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59
Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12