Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 23:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Robert O'Brien (til hægri) ásamt starfsmannastjóra Hvíta hússins (Mark Meadows) 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd lést. Getty/Sarah Silbiger Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira