Rifjar upp björgunaraðgerðirnar á Haítí: „Maður grét þegar maður kom út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 14:31 Gísli Rafn var meðal þeirra sem fóru til Haítí sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. EPA/ORLANDO BARRIA „Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“ Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“
Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30