Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 20:23 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Jessica Gow/EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira