Fólk í Vanúatú og Úsbekistan í íslenskum landsliðsfatnaði Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 10:30 Íslensku landsliðin eru hætt að klæðast Errea-fötum og færa sig nú yfir í Puma. vísir/getty Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30
Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04