Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:00 Margrét Lára Viðarsdóttir bætti Íslandsmeistaratitli í safnið síðasta haust en mun nú fjalla um fótbolta kvenna í Pepsi Max-mörkunum. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
„Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira