Brasilíska knattspyrnugoðið Neymar ákvað að hrekkja son sinn með nokkuð kvikindislegum hætti.
Neymar virtist ætla að hjálpa syni sínum að æfa sig í að skalla bolta en eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan hafði hann annað í huga.
Dia de trolagem com o filho pic.twitter.com/K8kyZZLgAQ
— Neymar Jr (@neymarjr) May 27, 2020
Neymar er leikmaður PSG í Frakklandi og því kominn í sumarfrí, að minnsta kosti hvað frönsku deildarkeppnina varðar en PSG fékk meistaratitilinn eftir að keppni var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið er hins vegar komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en óvíst er hvenær þau verða leikin og þar með hvenær Neymar þarf næst að vera klár í slaginn.
Samkvæmt umboðsmanni Neymars mun hann halda kyrru fyrir í París í sumar og ekki fara til Barcelona eða annað að sinni. Sagði umboðsmaðurinn það vera vegna breyttra markaðsaðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins.