Vinna með hugarþjálfara gerði mikinn gæfumun fyrir Guðlaug Victor Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 23:00 Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sjá meira
„Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sjá meira
Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39
Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00
Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55