Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 13:55 Eftir því sem gagnrýni á viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum hefur magnast hefur Trump forseti tvíeflst í að saka þá sem hann telur pólitíska andstæðinga sína um margvíslega glæpi, þar á meðal morð, án innistæðu. AP/Evan Vucci Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. Lori Kaye Klausutis var 28 ára gömul þegar hún lést á skrifstofu þáverandi fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, Joe Scarborough, á Flórída 20. júlí árið 2001. Krufning leiddi í ljós að Klausutis lést þegar hún rak höfuðið í skrifborð eftir að hún féll í yfirlið vegna gáttatifs sem hún þjáðist af án þess að vita það. Nú tæpum tuttugu árum síðar er Scarborough þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni MSNBC og harður gagnrýnandi Trump forseta. Fyrir vikið hefur Scarborough mátt sæta hörðum persónuárásum Trump, ekki síst á uppáhaldssamfélagsmiðli forsetans, Twitter. Þar hefur Trump uppnefnt Scarborough „geðsjúkan“ og „klikkhaus“ og hæðst að áhorfstölum þáttarins sem hann stýrir. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Svæsnustu persónuárásir Trump hafa þó tengst dauða Klausutis. Trump hefur við og við kynt undir samsæriskenningum um að Scarborough hefði komið nálægt andláti hennar í gegnum árum. Hann hefur meðal annars haldið því fram að þau gætu hafa átt í leynilegu ástarsambandi. Joe Scarborough var fulltrúadeildarþingmaður frá Pensacola þegar Lori Kaye Klausutis lést á skrifstofu hans í Flórída árið 2001. Hann var staddur í Washington-borg þegar hún lést af slysförum. Hann hefur deilt hart á Trump forseta í spjallþætti sínum „Morgun-Jói“ á MSNBC.AP/Steven Senne Rakalausar morðásakanir forsetans Undanfarna daga og eftir því sem gagnrýni vegna viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaldrinum hefur stigmagnast hefur Trump gengi enn harðar fram gegn þeim sem hann telur andstæðinga sína. Hann hefur meðal sakað Barack Obama, forvera sinn í embætti, um óljósa glæpi og fyrrverandi fulltrúa alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins sömuleiðis. Scarborough hefur einnig fengið að kenna á bræði forsetans sem hefur bætt í og ítrekað ýjað að því að dauði Klausutis hafi verið grunsamlegur og hvatt til þess að yfirvöld á Flórída rannsökuðu hann aftur. „Komst hann upp með morð? Sumir telja það,“ tísti Trump um Scarborough í síðustu viku án nokkurs rökstuðnings. Enginn fótur er fyrir aðdróttunum Trump um Scarborough og andlát Klausutis. Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að hún hefði látist að slysförum og engin merki voru um átök eða innbrot þegar lík hennar fannst á skrifstofu þingmannsins. Klausutis hafði sagt vinum að henni liði ekki vel nokkrum klukkustundum áður en hún lést. Scarborough sjálfur var jafnframt í Washington-borg þegar Klausutis lést, hátt í 1.500 kílómetrum í burtu. Skjáskot af tísti Trump um Scarborough og dauða Klausutis 12. maí 2020.Skjáskot Óttast ofsóknir nettrölla ef þau svara forsetanum Samsærisórar Trump um Scarborough sé morðingi hafa vakið tiltölulega litla athygli í Washington-borg. Þingmenn repúblikana hafa þagað þunnu hljóði en þeir eru vanir að reyna að láta fúkyrðaflauminn á Twitter-síðu forsetans fram hjá sér fara. Scarborough sjálfur hefur lýst hneykslan á framferði Trump í þáttum sínum undanfarið. Falskar ásakanir forsetans væru þó aðallega særandi fyrir fjölskyldu Klaustusis. Mika Brzezinski, meðstjórnandi Scarborough og eiginkona hans, sakaði Trump um að notfæra sér dauða ungu konunnar til þess að dreifa athyglinni frá kórónuveirufaraldrinum sem hefur lagst þyngra á Bandaríkin en nokkurt annað ríki. Enginn úr fjölskyldu Klaustusis á Flórída vildi tjá sig um samsæriskenningar Trump forseta við Washington Post af ótta við að verða fyrir barðinu á nettröllum líkt og þeim sem hafa ofsótt fjölskyldur barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook á sínum tíma. Fjölskyldan hefur áður mátt þola samsæriskenningar um Klaustusis þegar andstæðingar Scarborough af vinstri vængnum gerðu sér mat úr dauða hennar. „Það er margt sem við værum endilega til í að segja en við getum það ekki,“ segir Colin Kelly sem var mágur Klausutis. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, hefur ekki svarað Klausutis svo vitað sé.Vísir/EPA Sakar Trump um að spilla minningu eiginkonu sinnar Nú hefur Timothy Klausutis, ekkill Lori Kaye, skrifað Jack Dorsey, forstjóra Twitter, bréf þar sem hann fer fram á að tíst Trump um dauða hennar og meinta aðild Scarborough verði fjarlægð. Vísar ekkillinn til notendaskilmála Twitter og fordæma þar sem Twitter fjarlægði efni. „Venjulegur notandi eins og ég yrði bannaður frá miðlinum fyrir svona tíst en ég fer aðeins fram á að þessi tíst verði fjarlægð,“ skrifar Klausutis til Dorsey lætur fylgja með myndir af tveimur tístum Trump forseta og einu frá syni hans, Donald Trump yngri. Í bréfinu lýsir Klausutis því að dauði eiginkonu hans sé það þungbærasta sem hefur hent hann á lífsleiðinni og að hann ásæki enn foreldra hennar og systkini. Allt frá því að hún lést hafi fjölskyldan orðið fyrir flaumi ósanninda, aðdróttana og samsæriskenninga sem hafi torveldað honum að halda áfram með líf sitt. „Ég bið þig um skarast í leikinn í þessu tilfelli vegna þess að forseti Bandaríkjanna tók nokkuð sem tilheyrir honum ekki, minningu látinnar eiginkonu minnar, og spillt henni til þess sem hann telur pólitískan ávinning,“ skrifar Timothy Klausutis sem Washington Post segir að hafi aldrei gifst aftur eftir dauða Lori Kaye. „Eiginkona mín á betra skilið,“ segir hann í bréfinu. AP-fréttastofan segir að Twitter hafi ekki svarað fyrirspurn hennar um bréfið strax. Bréf Klausutis virðist þó lítil áhrif hafa haft á Trump forseta. Hann hélt áfram að tísta um Scarborough og dauða Klausutis í dag en bar því þó við að hann hafi ekki átt upphafið að samsæriskenningunum. Ítrekaði hann enn á ný aðdróttanir sínar um að Scarborough gæti hafa átt þátt í dauða hennar og að löggæsluyfirvöld gætu tekið málið upp aftur. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Varði helginni í golf, móðganir og morðásakanir Donald Trump varði helginni í að spila golf, í fyrsta sinn um nokkurt skeið, og að tísta móðgunum, lygum og alls konar dylgjum um andstæðinga sína. 25. maí 2020 12:05 Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. Lori Kaye Klausutis var 28 ára gömul þegar hún lést á skrifstofu þáverandi fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, Joe Scarborough, á Flórída 20. júlí árið 2001. Krufning leiddi í ljós að Klausutis lést þegar hún rak höfuðið í skrifborð eftir að hún féll í yfirlið vegna gáttatifs sem hún þjáðist af án þess að vita það. Nú tæpum tuttugu árum síðar er Scarborough þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni MSNBC og harður gagnrýnandi Trump forseta. Fyrir vikið hefur Scarborough mátt sæta hörðum persónuárásum Trump, ekki síst á uppáhaldssamfélagsmiðli forsetans, Twitter. Þar hefur Trump uppnefnt Scarborough „geðsjúkan“ og „klikkhaus“ og hæðst að áhorfstölum þáttarins sem hann stýrir. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Svæsnustu persónuárásir Trump hafa þó tengst dauða Klausutis. Trump hefur við og við kynt undir samsæriskenningum um að Scarborough hefði komið nálægt andláti hennar í gegnum árum. Hann hefur meðal annars haldið því fram að þau gætu hafa átt í leynilegu ástarsambandi. Joe Scarborough var fulltrúadeildarþingmaður frá Pensacola þegar Lori Kaye Klausutis lést á skrifstofu hans í Flórída árið 2001. Hann var staddur í Washington-borg þegar hún lést af slysförum. Hann hefur deilt hart á Trump forseta í spjallþætti sínum „Morgun-Jói“ á MSNBC.AP/Steven Senne Rakalausar morðásakanir forsetans Undanfarna daga og eftir því sem gagnrýni vegna viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaldrinum hefur stigmagnast hefur Trump gengi enn harðar fram gegn þeim sem hann telur andstæðinga sína. Hann hefur meðal sakað Barack Obama, forvera sinn í embætti, um óljósa glæpi og fyrrverandi fulltrúa alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins sömuleiðis. Scarborough hefur einnig fengið að kenna á bræði forsetans sem hefur bætt í og ítrekað ýjað að því að dauði Klausutis hafi verið grunsamlegur og hvatt til þess að yfirvöld á Flórída rannsökuðu hann aftur. „Komst hann upp með morð? Sumir telja það,“ tísti Trump um Scarborough í síðustu viku án nokkurs rökstuðnings. Enginn fótur er fyrir aðdróttunum Trump um Scarborough og andlát Klausutis. Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að hún hefði látist að slysförum og engin merki voru um átök eða innbrot þegar lík hennar fannst á skrifstofu þingmannsins. Klausutis hafði sagt vinum að henni liði ekki vel nokkrum klukkustundum áður en hún lést. Scarborough sjálfur var jafnframt í Washington-borg þegar Klausutis lést, hátt í 1.500 kílómetrum í burtu. Skjáskot af tísti Trump um Scarborough og dauða Klausutis 12. maí 2020.Skjáskot Óttast ofsóknir nettrölla ef þau svara forsetanum Samsærisórar Trump um Scarborough sé morðingi hafa vakið tiltölulega litla athygli í Washington-borg. Þingmenn repúblikana hafa þagað þunnu hljóði en þeir eru vanir að reyna að láta fúkyrðaflauminn á Twitter-síðu forsetans fram hjá sér fara. Scarborough sjálfur hefur lýst hneykslan á framferði Trump í þáttum sínum undanfarið. Falskar ásakanir forsetans væru þó aðallega særandi fyrir fjölskyldu Klaustusis. Mika Brzezinski, meðstjórnandi Scarborough og eiginkona hans, sakaði Trump um að notfæra sér dauða ungu konunnar til þess að dreifa athyglinni frá kórónuveirufaraldrinum sem hefur lagst þyngra á Bandaríkin en nokkurt annað ríki. Enginn úr fjölskyldu Klaustusis á Flórída vildi tjá sig um samsæriskenningar Trump forseta við Washington Post af ótta við að verða fyrir barðinu á nettröllum líkt og þeim sem hafa ofsótt fjölskyldur barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook á sínum tíma. Fjölskyldan hefur áður mátt þola samsæriskenningar um Klaustusis þegar andstæðingar Scarborough af vinstri vængnum gerðu sér mat úr dauða hennar. „Það er margt sem við værum endilega til í að segja en við getum það ekki,“ segir Colin Kelly sem var mágur Klausutis. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, hefur ekki svarað Klausutis svo vitað sé.Vísir/EPA Sakar Trump um að spilla minningu eiginkonu sinnar Nú hefur Timothy Klausutis, ekkill Lori Kaye, skrifað Jack Dorsey, forstjóra Twitter, bréf þar sem hann fer fram á að tíst Trump um dauða hennar og meinta aðild Scarborough verði fjarlægð. Vísar ekkillinn til notendaskilmála Twitter og fordæma þar sem Twitter fjarlægði efni. „Venjulegur notandi eins og ég yrði bannaður frá miðlinum fyrir svona tíst en ég fer aðeins fram á að þessi tíst verði fjarlægð,“ skrifar Klausutis til Dorsey lætur fylgja með myndir af tveimur tístum Trump forseta og einu frá syni hans, Donald Trump yngri. Í bréfinu lýsir Klausutis því að dauði eiginkonu hans sé það þungbærasta sem hefur hent hann á lífsleiðinni og að hann ásæki enn foreldra hennar og systkini. Allt frá því að hún lést hafi fjölskyldan orðið fyrir flaumi ósanninda, aðdróttana og samsæriskenninga sem hafi torveldað honum að halda áfram með líf sitt. „Ég bið þig um skarast í leikinn í þessu tilfelli vegna þess að forseti Bandaríkjanna tók nokkuð sem tilheyrir honum ekki, minningu látinnar eiginkonu minnar, og spillt henni til þess sem hann telur pólitískan ávinning,“ skrifar Timothy Klausutis sem Washington Post segir að hafi aldrei gifst aftur eftir dauða Lori Kaye. „Eiginkona mín á betra skilið,“ segir hann í bréfinu. AP-fréttastofan segir að Twitter hafi ekki svarað fyrirspurn hennar um bréfið strax. Bréf Klausutis virðist þó lítil áhrif hafa haft á Trump forseta. Hann hélt áfram að tísta um Scarborough og dauða Klausutis í dag en bar því þó við að hann hafi ekki átt upphafið að samsæriskenningunum. Ítrekaði hann enn á ný aðdróttanir sínar um að Scarborough gæti hafa átt þátt í dauða hennar og að löggæsluyfirvöld gætu tekið málið upp aftur.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Varði helginni í golf, móðganir og morðásakanir Donald Trump varði helginni í að spila golf, í fyrsta sinn um nokkurt skeið, og að tísta móðgunum, lygum og alls konar dylgjum um andstæðinga sína. 25. maí 2020 12:05 Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Varði helginni í golf, móðganir og morðásakanir Donald Trump varði helginni í að spila golf, í fyrsta sinn um nokkurt skeið, og að tísta móðgunum, lygum og alls konar dylgjum um andstæðinga sína. 25. maí 2020 12:05
Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57