Ung gráðug kona Kristjana Björk Barðdal skrifar 26. maí 2020 09:00 Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun