Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi UMFÍ 25. maí 2020 12:52 Áskorun tekið! Nær allir nemendur Þelemerkurskóla í Hörgársveit tóku áskorun UMFÍ um að keppa í brennibolta í frímínútum út vikuna. Þelamerkurskóli í Hörgársveit tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ af fullum krafti. Hreyfivikan hófst í dag og gengur út á að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig á hverjum degi. Allir grunnskólar landsins fengu sérstaka brenniboltaáskorun sem krakkarnir í Þelamerkurskóla ætla að taka með trompi. Ragna Baldvinsdóttir íþróttakennari í Þelamerkurskóla. „Það eru 65 nemendur í skólanum í heildina, 1. til 10. bekkur og yfir 50 krakkar skráðu sig í brenniboltann. Það er býsna gott hlutfall,“ segir Ragna Baldvinsdóttir, íþróttakennari við Þelamerkurskóla og fulltrúi heilsueflingarnefndar við skólann. Hún segir áherslu lagða á heilbrigða hreyfingu í skólastarfinu yfirleitt og ávallt sé bryddað upp á einhverju hressilegu í Hreyfivikunni. Brenniboltaáskorunin hafi þó verið sérstaklega hvetjandi. „Undanfarin ár höfum við alltaf gert eitthvað hér í skólanum þegar Hreyfivikan stendur yfir en ekki skráð okkur sérstaklega inn. Brenniboltaáskorunin kveikti áhugann að skrá þátttökuna. UMFÍ stendur vel að þessu og Sabína, verkefnastjóri Hreyfivikunnar hafði beint samband við skólana,“ segir Ragna. „Við skiptum bekkjunum upp í átta lið sem keppa á móti hvert öðru í frímínútum. Svo endum við vikuna á því að 10. bekkur skorar á kennarana í brennibolta.“ Fleira munu krakkarnir í skólanum gera í tilefni Hreyfivikunnar meðal annars dansa og ganga á fjöll. Búið er að stika 400 metra hring á lóð skólans og ganga nemendur fjóra hringi að lágmarki í upphafi dags. „Það er svo gott að standa upp frá bókunum og dansa og þessa vikuna munu kennararnir brjóta upp kennslustundirnar hjá sér með dansæfingum. Við höfum valið tvö lög sem krakkarnir læra dans við og á föstudaginn munu allir nemendur dansa úti, í vonandi góðu veðri. Á síðasta ári var mikill metnaður í krökkunum að læra sporin og við reiknum með mikilli danssýningu á föstudaginn. Þá innleiddum við Míluna, hugmynd sem á upptök sín í Skotlandi, en markmiðið með Mílunni er að efla andlega og líkamlega heilsu nemenda og starfsfólks. Búið er að stika 400 metra hring við skólann og eru gengnir að lágmarki fjórir hringir í einu í upphafi hvers dags. Allur skólinn tekur þátt í Mílunni. 9. og 10. bekkur mun einnig ganga á fjall í sveitinni og ýmislegt fleira,“ segir Ragna. Hægt er að gerast boðberi hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ og hvetja þannig fleiri til þess að hreyfa sig daglega. Viðburði Hreyfivikunnar má sjá hér. Heilsa Íþróttir Hörgársveit Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Icewear styrkir Þjóðhátíð Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Sjá meira
Þelamerkurskóli í Hörgársveit tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ af fullum krafti. Hreyfivikan hófst í dag og gengur út á að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig á hverjum degi. Allir grunnskólar landsins fengu sérstaka brenniboltaáskorun sem krakkarnir í Þelamerkurskóla ætla að taka með trompi. Ragna Baldvinsdóttir íþróttakennari í Þelamerkurskóla. „Það eru 65 nemendur í skólanum í heildina, 1. til 10. bekkur og yfir 50 krakkar skráðu sig í brenniboltann. Það er býsna gott hlutfall,“ segir Ragna Baldvinsdóttir, íþróttakennari við Þelamerkurskóla og fulltrúi heilsueflingarnefndar við skólann. Hún segir áherslu lagða á heilbrigða hreyfingu í skólastarfinu yfirleitt og ávallt sé bryddað upp á einhverju hressilegu í Hreyfivikunni. Brenniboltaáskorunin hafi þó verið sérstaklega hvetjandi. „Undanfarin ár höfum við alltaf gert eitthvað hér í skólanum þegar Hreyfivikan stendur yfir en ekki skráð okkur sérstaklega inn. Brenniboltaáskorunin kveikti áhugann að skrá þátttökuna. UMFÍ stendur vel að þessu og Sabína, verkefnastjóri Hreyfivikunnar hafði beint samband við skólana,“ segir Ragna. „Við skiptum bekkjunum upp í átta lið sem keppa á móti hvert öðru í frímínútum. Svo endum við vikuna á því að 10. bekkur skorar á kennarana í brennibolta.“ Fleira munu krakkarnir í skólanum gera í tilefni Hreyfivikunnar meðal annars dansa og ganga á fjöll. Búið er að stika 400 metra hring á lóð skólans og ganga nemendur fjóra hringi að lágmarki í upphafi dags. „Það er svo gott að standa upp frá bókunum og dansa og þessa vikuna munu kennararnir brjóta upp kennslustundirnar hjá sér með dansæfingum. Við höfum valið tvö lög sem krakkarnir læra dans við og á föstudaginn munu allir nemendur dansa úti, í vonandi góðu veðri. Á síðasta ári var mikill metnaður í krökkunum að læra sporin og við reiknum með mikilli danssýningu á föstudaginn. Þá innleiddum við Míluna, hugmynd sem á upptök sín í Skotlandi, en markmiðið með Mílunni er að efla andlega og líkamlega heilsu nemenda og starfsfólks. Búið er að stika 400 metra hring við skólann og eru gengnir að lágmarki fjórir hringir í einu í upphafi hvers dags. Allur skólinn tekur þátt í Mílunni. 9. og 10. bekkur mun einnig ganga á fjall í sveitinni og ýmislegt fleira,“ segir Ragna. Hægt er að gerast boðberi hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ og hvetja þannig fleiri til þess að hreyfa sig daglega. Viðburði Hreyfivikunnar má sjá hér.
Hægt er að gerast boðberi hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ og hvetja þannig fleiri til þess að hreyfa sig daglega. Viðburði Hreyfivikunnar má sjá hér.
Heilsa Íþróttir Hörgársveit Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Icewear styrkir Þjóðhátíð Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning