Bjartsýn á framhaldið og tilbúin að halda áfram með lífið Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 23:52 Sólrúnu Öldu Waldorff var bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð í október á síðasta ári. Skjáskot af vef RÚV „Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira