Nú gæti kórónuveiran líka tekið EM sætið frá íslenska fótboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 08:30 Ísland á enn möguleika á að vera með á EM 2020 en það gæti breyst á neyðarfundi UEFA í næstu viku. vísir/daníel Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu. EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Sjá meira
Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu.
EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Sjá meira