Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2020 12:30 Fiskeldi í sjó er umdeilt. Vísir/ Einar Árnason Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk. Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk.
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent