Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 22:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26