Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 18:33 Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur. Vísir/Friðrik Þór Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira