Hertz óskar eftir greiðslustöðvun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 07:49 Frá starfsstöð Hertz í Texas í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi. Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi.
Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira