Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 12:00 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira