Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2020 19:30 Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent. Mynd/Storytel Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu í kvöld. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum en þeir eru almennar bækur, barna- og ungmennabækur, glæpasögur og skáldsögur. Lista yfir tilnefningarnar má finna hér neðar í fréttinni. Til stóð að verðlaunahátíðin yrði haldin í apríl en vegna Covid-19 var henni slegið á frest í um mánaðartíma. Á hátíðinni mun Lilja B. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpa gesti og afhenda verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka. Frú Eliza Reid mun afhenda sérstök heiðursverðlaunfyrir frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Verðlaunagripurinnsem sigurvegarar hljóta er glæsilegt glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Tilnefndar bækur fóru fyrir fagdómnefndir undir forystu Einars Kárasonar rithöfundar, Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu og Sævars Helga Bragasonar en dómnefndir höfðu það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem vandaður lestur á góðu ritverki getur bætt miklu við upplifun lesandans. Því verða ekki aðeins rithöfundar verðlaunaðir heldur einnig lesarar hljóðbókanna og meðal tilnefndra lesara í ár er fjöldi landsþekktra leikara sem ljáð hafa sögupersónum rödd sína á undangengnu ári. Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hljóta tilnefningu fyrir verk sín til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards: Barna- og ungmennabækur Nýr heimur – ævintýri Esju í borginni eftir Sverri Björnsson í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld (lang) Elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur Litlu álfarnir og flóðið mikla eftir Tove Jansson, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur og lestri Friðriks Erlingssonar Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling, í þýðingu Helgu Haraldsdóttur og lestri Jóhanns Sigurðarsonar Glæpasögur Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur í lestri Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur í lestri Írisar Tönju Flygenring Gullbúrið eftir Camillu Läckberg, í þýðingu Sigurðar Salvarssonar og lestri Þórunnar Ernu Clausen Búriðeftir Lilju Sigurðardóttur í lestri Elínar Gunnarsdóttur Þorpið eftir Ragnar Jónasson í lestri Írisar Tönju Flygenring Skáldsögur Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Svikarinn eftir Lilju Magnúsdóttur í lestri Þórunnar Ernu Clausen Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur í lestri höfundar Fjöllin eftir Söndru B. Clausen í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Almennar bækur Vertu úlfur: wargus esto eftir Héðinn Unnsteinsson í lestri Hjálmars Hjálmarssonar Á eigin skinni eftir Sölva Tryggvason í lestri höfundar Ég gefst aldrei upp eftir Borghildi Guðmundsdóttur í lestri Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Másson í lestri höfundar Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur í lestri höfundar og Þórunnar Hjartardóttur Bókmenntir Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu í kvöld. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum en þeir eru almennar bækur, barna- og ungmennabækur, glæpasögur og skáldsögur. Lista yfir tilnefningarnar má finna hér neðar í fréttinni. Til stóð að verðlaunahátíðin yrði haldin í apríl en vegna Covid-19 var henni slegið á frest í um mánaðartíma. Á hátíðinni mun Lilja B. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpa gesti og afhenda verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka. Frú Eliza Reid mun afhenda sérstök heiðursverðlaunfyrir frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Verðlaunagripurinnsem sigurvegarar hljóta er glæsilegt glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Tilnefndar bækur fóru fyrir fagdómnefndir undir forystu Einars Kárasonar rithöfundar, Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu og Sævars Helga Bragasonar en dómnefndir höfðu það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem vandaður lestur á góðu ritverki getur bætt miklu við upplifun lesandans. Því verða ekki aðeins rithöfundar verðlaunaðir heldur einnig lesarar hljóðbókanna og meðal tilnefndra lesara í ár er fjöldi landsþekktra leikara sem ljáð hafa sögupersónum rödd sína á undangengnu ári. Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hljóta tilnefningu fyrir verk sín til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards: Barna- og ungmennabækur Nýr heimur – ævintýri Esju í borginni eftir Sverri Björnsson í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld (lang) Elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur Litlu álfarnir og flóðið mikla eftir Tove Jansson, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur og lestri Friðriks Erlingssonar Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling, í þýðingu Helgu Haraldsdóttur og lestri Jóhanns Sigurðarsonar Glæpasögur Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur í lestri Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur í lestri Írisar Tönju Flygenring Gullbúrið eftir Camillu Läckberg, í þýðingu Sigurðar Salvarssonar og lestri Þórunnar Ernu Clausen Búriðeftir Lilju Sigurðardóttur í lestri Elínar Gunnarsdóttur Þorpið eftir Ragnar Jónasson í lestri Írisar Tönju Flygenring Skáldsögur Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Svikarinn eftir Lilju Magnúsdóttur í lestri Þórunnar Ernu Clausen Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur í lestri höfundar Fjöllin eftir Söndru B. Clausen í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Almennar bækur Vertu úlfur: wargus esto eftir Héðinn Unnsteinsson í lestri Hjálmars Hjálmarssonar Á eigin skinni eftir Sölva Tryggvason í lestri höfundar Ég gefst aldrei upp eftir Borghildi Guðmundsdóttur í lestri Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Másson í lestri höfundar Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur í lestri höfundar og Þórunnar Hjartardóttur
Bókmenntir Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira