Skora á Íslendinga og utanríkisráðherra að fordæma ungversk stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 14:28 Regnboginn, táknmynd fjölbreytileikans og hinsegin samfélagsins, prýðir Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira