Tveir í einangrun á Akureyri vegna gruns um smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 20:47 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira