Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 12:29 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11