Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:13 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, átti fund með forsvarsmönnum Play. vísir/vilhelm Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. Ragnar Þór fundaði með forsvarsmönnum Play á dögunum, að frumkvæði þeirra, eftir að Ragnar hafði ýjað að því að flugfélagið væri í „skattaskjólsbraski.“ Það gerði Ragnar Þór í færslu á mánudag sem hann ritaði vegna umræðunnar um að flugfélögin Bláfugl og Play gætu fyllt skarð Icelandair, færi það í þrot. Fátt hefur verið fyrirferðameira í fréttum síðustu daga en tilraunir stjórnenda Icelandair til að bjarga félaginu út úr kórónuveiruhremmingunum og kjarasamningaumleitanir við flugstéttir Icelandair, ekki síst flugfreyjur. „Fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigra sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna? Setja svo restina á gerviverktöku í gegnum starfsmannaleigur? Þó ekki sé út frá flugöryggissjónarmiðum hlýtur metnaður okkar að vera meiri en þetta,“ skrifaði Ragnar Þór um Bluebird og Play, við litla hrifningu stjórnenda þess síðarnefnda. Þeir buðu Ragnari til fundar við sig til að svara þessum ásökunum hans og segir formaður VR í færslu í dag að hann hafi þegið boðið - „enda ekki annað í boði en að standa fyrir máli sínu sé þess óskað.“ Kjörin komu á óvart Fundur þeirra hafi staðið í tvo tíma og verið hinn áhugaverðasti, ekki síst í ljósi þess hversu vel undirbúningur Play gengur að sögn Ragnars. „Ekki grunaði mig hversu umfangsmikil starfsemin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn okkar eru á. Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá félaginu, margir með mikla reynslu af flugrekstri,“ skrifar Ragnar Þór. Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, minntist á þetta í samtali við fjölmiðla í síðustu viku. Flugfélagið sé á leið í loftið, Búið sé að safna nægilegum fjölda fjárfesta til að „keyra flugfélagið áfram“, þó að ekki sé útilokað að fleiri fjárfestar bætist í hópinn. Ytri aðstæður ákvarði hvenær fyrsta vélin tekur á loft. „Eftir að hafa fundað með þessu kraftmikla og metnaðarfulla fólki varð mér ljóst að það voru mistök að tengja þessi tvö félög, Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play, með þeim hætti sem ég gerði og harma ég það mjög. Play verður vitanlega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós,“ skrifar Ragnar Þór í fyrrnefndri færslu sem má sjá hér að neðan. Nýtt flugstéttarfélag tilbúið í viðræður Verkalýðsforinginn segist að sama skapi hafa spurt hvort VR geti sannreynt kjör og kjarasamninga hjá félaginu - „í ljósi ýmissa fullyrðinga sem við höfðum innan úr verkalýðshreyfingunni.“ Það hafi verið auðsótt mál og segir Ragnar að „ekkert sem bendir til þess“ að hægt sé að bendla Play við það sem hann ýjaði að í færslu sinni á mánudag. Í samtali við Mannlíf í dag segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugstéttarfélagsins, að kjarasamningar félagsins við Play séu „góðir og gildir“ og þau séu „mjög sátt með“ með innihald þeirra. Stéttarfélagið varði áður hagsmuni flugmanna WOW air en er nú orðið löggilt stéttarfélag flugmanna og flugliða. Því sé ljóst að „til staðar er hér á landi annað stéttarfélag flugfreyja en Flugfreyjufélag Íslands kjósi Icelandair að leita annað“ eins og það er orðað í umfjöllun Mannlífs. Icelandair sagði í skilaboðum til FFÍ í vikunni að flugfélagið hafi þó ekki leitað á náðir annarra stéttarfélaga í yfirstandandi kjaradeilu. Vignir Örn staðfestir það en segir Íslenska flugstéttarfélagið tilbúið til viðræðna sé þess óskað. Play Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. Ragnar Þór fundaði með forsvarsmönnum Play á dögunum, að frumkvæði þeirra, eftir að Ragnar hafði ýjað að því að flugfélagið væri í „skattaskjólsbraski.“ Það gerði Ragnar Þór í færslu á mánudag sem hann ritaði vegna umræðunnar um að flugfélögin Bláfugl og Play gætu fyllt skarð Icelandair, færi það í þrot. Fátt hefur verið fyrirferðameira í fréttum síðustu daga en tilraunir stjórnenda Icelandair til að bjarga félaginu út úr kórónuveiruhremmingunum og kjarasamningaumleitanir við flugstéttir Icelandair, ekki síst flugfreyjur. „Fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigra sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna? Setja svo restina á gerviverktöku í gegnum starfsmannaleigur? Þó ekki sé út frá flugöryggissjónarmiðum hlýtur metnaður okkar að vera meiri en þetta,“ skrifaði Ragnar Þór um Bluebird og Play, við litla hrifningu stjórnenda þess síðarnefnda. Þeir buðu Ragnari til fundar við sig til að svara þessum ásökunum hans og segir formaður VR í færslu í dag að hann hafi þegið boðið - „enda ekki annað í boði en að standa fyrir máli sínu sé þess óskað.“ Kjörin komu á óvart Fundur þeirra hafi staðið í tvo tíma og verið hinn áhugaverðasti, ekki síst í ljósi þess hversu vel undirbúningur Play gengur að sögn Ragnars. „Ekki grunaði mig hversu umfangsmikil starfsemin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn okkar eru á. Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá félaginu, margir með mikla reynslu af flugrekstri,“ skrifar Ragnar Þór. Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, minntist á þetta í samtali við fjölmiðla í síðustu viku. Flugfélagið sé á leið í loftið, Búið sé að safna nægilegum fjölda fjárfesta til að „keyra flugfélagið áfram“, þó að ekki sé útilokað að fleiri fjárfestar bætist í hópinn. Ytri aðstæður ákvarði hvenær fyrsta vélin tekur á loft. „Eftir að hafa fundað með þessu kraftmikla og metnaðarfulla fólki varð mér ljóst að það voru mistök að tengja þessi tvö félög, Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play, með þeim hætti sem ég gerði og harma ég það mjög. Play verður vitanlega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós,“ skrifar Ragnar Þór í fyrrnefndri færslu sem má sjá hér að neðan. Nýtt flugstéttarfélag tilbúið í viðræður Verkalýðsforinginn segist að sama skapi hafa spurt hvort VR geti sannreynt kjör og kjarasamninga hjá félaginu - „í ljósi ýmissa fullyrðinga sem við höfðum innan úr verkalýðshreyfingunni.“ Það hafi verið auðsótt mál og segir Ragnar að „ekkert sem bendir til þess“ að hægt sé að bendla Play við það sem hann ýjaði að í færslu sinni á mánudag. Í samtali við Mannlíf í dag segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugstéttarfélagsins, að kjarasamningar félagsins við Play séu „góðir og gildir“ og þau séu „mjög sátt með“ með innihald þeirra. Stéttarfélagið varði áður hagsmuni flugmanna WOW air en er nú orðið löggilt stéttarfélag flugmanna og flugliða. Því sé ljóst að „til staðar er hér á landi annað stéttarfélag flugfreyja en Flugfreyjufélag Íslands kjósi Icelandair að leita annað“ eins og það er orðað í umfjöllun Mannlífs. Icelandair sagði í skilaboðum til FFÍ í vikunni að flugfélagið hafi þó ekki leitað á náðir annarra stéttarfélaga í yfirstandandi kjaradeilu. Vignir Örn staðfestir það en segir Íslenska flugstéttarfélagið tilbúið til viðræðna sé þess óskað.
Play Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09
Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent