Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 17:43 Sóttvarnalæknir segir ekkert renna stoðum undir sögusagnir um að COVID-19 geti smitast með loftsmiti. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira