Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 09:38 Borskipið Joides Resolution. Skipið er á vegum The International Ocean Discovery Program (IODP) en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Mynd/IODP, William Crawford. Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira