Engir áhorfendur verða viðstaddir úrslitaþátt Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fer á föstudaginn. Þá leiða saman hesta sína lið Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Reykjavík.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri Ríkistúvarpsins, segir í samtali við fréttastofu RÚV, að beiðni hafi borist frá skólastjórnendum beggja skóla. Við beiðninni hafi verið orðið.
Keppnin verður því send út frá myndveri RÚV í Efstaleiti.