Hvað eru Messi og félagar eiginlega að drekka? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 23:00 Lionel Messi er án efa í hópi bestu knattspyrnumanna allra tíma. Getty/Quality Sport Images Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira
Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira