Flugið og raunveruleikinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 21. maí 2020 17:35 Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ný þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands er ansi svört. Hún gerir ráð fyrir 8% samdrætti í landsframleiðslu árið 2020 og vegur þar spá bankans um 80% fækkun í komum ferðamanna til landsins á árinu þyngst. Samkvæmt spá Seðlabankans, munu þá einungis um 400.000 ferðamenn koma til landsins á þessu ári, sem þýðir að einungis um 50.000 ferðamenn eigi eftir að skila sér til landsins næsta hálfa árið. Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári. Þetta finnst mér einkennilegur málflutningur. Það er næsta víst að ef Icelandair yrði gjaldþrota, þá hefði það einmitt gríðarlegar afleiðingar til skamms tíma, ekki síður en til langs tíma. Aðgerðir stjórnvalda vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki, hafa einmitt verið til að koma þeim í var, þannig að fyrirtækin verði tilbúin til að hefja starfsemi hratt og örugglega, þegar aðstæður skapast. Þessar aðstæður munu að öllum líkindum einmitt skapast nú um miðjan júní, þegar hægt verður að ferðast til Íslands, án þess að gangast undir tveggja vikna sóttkví, við komuna til landsins. Icelandair er með tilbúna áætlun um að hefja flug á milli Íslands og þeirra áfangastaða í Evrópu, þar sem líklegt er að eftirspurn sé fyrir hendi. Þannig er það raunverulegur möguleiki, að eitthvert líf færist í ferðaþjónustuna strax upp úr miðjum júnímánuði. Það er ekki heldur fráleitt að ímynda sér að eftirspurn gæti orðið meiri strax í júlí og ágúst og svo áfram á haustmánuðum. Raunveruleg og glæný dæmi frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sanna það, að eftirspurnin er þarna úti - en grundvöllur og forsenda fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar eru að tryggar samgöngur verði í boði til og frá landinu. Fari Icelandair í þrot, þá er nokkuð víst að þjóðhagsspá Seðlabankans mun ekki rætast. Lokaniðurstaðan verður enn verri. Efnahagslegum bata mun seinka meira. Því það er vandséð hvernig þeir ferðamenn, sem þó vilja koma til landsins, eiga þá að komast hingað. Því er oft slegið fram, að það skipti engu máli, þó að Icelandair færi í þrot. Það taki bara einhverjir aðrir við boltanum og að haldið verði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Það er hins vegar alls óljóst hvernig úr því myndi spilast og hvers konar flugrekstur tæki hér við. Það er líklegt að við myndum færast aftur um mörg ár, hvað samgöngur til og frá landinu varðar. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, sem það myndi hafa á efnahagslífið. Það er útilokað að önnur íslensk félög geti stigið strax inn og boðið þá þjónustu, sem Icelandair hefur með umfangsmiklu leiðakerfi sínu boðið upp á undanfarna áratugi. Það er sömuleiðis fráleitt að halda að erlend flugfélög falli hér af himnum ofan og komi í staðinn. Það sannaðist heldur betur við gjaldþrot WOW air fyrir rúmu ári. Þar reyndist hins vegar Icelandair betri en enginn og breytti áherslum í leiðakerfi sínu, til að bjarga því sem bjargað varð. Það er eitt sem íslensk ferðaþjónusta og íslenskt hagkerfi hefur ekki núna og það er tími. Við höfum ekki tíma til að endurreisa flugfélag, stofna ný frá grunni og hvað þá bíða eftir að erlend flugfélög sjái hér einhverja möguleika. Við þurfum að keyra efnahagslífið í gang strax og það verður einungis gert með tilstuðlan Icelandair. Ef Icelandair heldur sínu striki, þá mun það strax hafa jákvæð áhrif á til skamms tíma og mun bæta langtímahorfur verulega. Það er raunveruleikinn. Bjarnheiður Hallsdóttir,formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun